Reglur um endurhæfingarlífeyri
Reglulega koma beiðnir til starfsfólks Hlutverkaseturs um gerð endurhæfingaráætlana frá þeim sem sækja staðinn. Starfsfólk sér ekki um utanumhald endurhæfingaráætlana, aðrir fagaðilar eins og læknar, geðlæknar og félagsráðgjafar geta aðstoðað við gerð endurhæfingaáætlana.
Ef þátttaka í starfsemi Hlutverkaseturs er hluti af endurhæfingaráætlun er mikilvægt að tilkynna Hlutverkasetri það strax. Formlegt samstarf er forsenda þess að Hlutverkasetur geti staðfest mætingu þegar þess er óskað af hálfu starfsmanna Tryggingastofnunar. Ef það er ekki gert þá getur það haft áhrif á greiðslu endurhæfingarlífeyris. Mikilvægt er að tilkynna allar breytingar, forföll og annað sem getur haft áhrif, hvort sem er símleiðis eða með vefpósti.