Entries by admin

FC Sækó fékk hvatningaverðlaunin

Geðveikur fótbolti og fótboltaliði FC Sækó fékk hvatningarverðlaunin Velferðarráðs Reykjavíkurborgar í flokki verkefna, í gær fimmtudaginn 7.maí 2015. Fótboltaverkefnið Geðveikur fótbolti og fótboltaliðið FC Sækó byrjaði í nóvember 2011 og er samstarfsverkefni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, geðdeildar Landspítalans og Hlutverkaseturs. Við óskum strákunum okkar innilega til hamingju. Hér er linkur á fréttina: http://www.visir.is/hvatningarverdlaun-velferdarrads-afhent/article/2015150509266

Strákakvöld

Strákakvöld var haldið í Hlutverkasetri miðvikudaginn 22.apríl við góðar undirtektir þátttakanda. Hér að ofan fylgir mynd af gleðinni.  

Líkkista á Austurvelli

Hér er linkur að líkkistugjörningi sem fram fór á Austurvelli í vikunni til að vekja athygli á bágum kjörum öryrkja: http://stundin.is/frett/verkfall-oryrkja-auglysti-eftir-likkistu-samfelags/

Fjölmiðlaumræðan

Hér eru tveir linkar á nýlega umræðu um geðheilbrigðismál. Viðtal við fótboltahópinn FC Sækó í Síðdegisútvarpi Rásar 2 miðvikudaginn 25.mars hér: http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-2/siddegisutvarpid/20150325 Viðtalið er á 1:20:10 Viðtal við Héðinn Unnsteinsson í Kastljósi frá miðvikudeginum 25.mars hér: http://ruv.is/sarpurinn/ruv/kastljos/20150325

Konu konu konu kvöld

Konukvöld Hlutverkaseturs fór fram í gær, mánudaginn 16. febrúar. Við þökkum ykkur öllum frábæru konum sem mættu fyrir þátttökuna. Aðal númer kvöldsins voru þau Elísabet Jökulsdóttir og Helgi Valur  og færum við þeim innilegar þakkir fyrir að gera kvöldið jafn eftirminnilegt og raun bar vitni.  

Nýtt efni! Kynningarmyndbönd Útrásar

Hér eru linkar á kynningarmyndbönd um Útrásarverkefnið sem gefin voru út í febrúar 2015. ÚTRÁS er verkefni á vegum Hlutverkaseturs. Markmið þess er að auka þátttöku geðfatlaðra á vinnumarkaði, auka skilning og þekkingu á þörfum þeirra og vinna gegn fordómum og mismunun. Ávinningur atvinnulífsins: Að byrja smátt: Mikilvægi þess að byrja smátt: Aftur á vinnumarkað: […]