„Þurfa tækifæri, ekki vorkunn“
Hér er linkur á nýjustu greinina um Útrásarverkefni Hlutverkaseturs úr visir.is frá 7.nóvember 2015.
http://www.visir.is/thurfa-taekifaeri,-ekki-vorkunn-/article/2015151109121
Hér er linkur á nýjustu greinina um Útrásarverkefni Hlutverkaseturs úr visir.is frá 7.nóvember 2015.
http://www.visir.is/thurfa-taekifaeri,-ekki-vorkunn-/article/2015151109121
Í dag þriðjudaginn 27.október er alþjóðadagur iðjuþjálfa um heim allan. Til hamingju með daginn!
Hvað er iðjuálfun? Sjáðu kynninguna hér að neðan:
Við þekkjum þessa 🙂
Afmælisári Hlutverkaseturs fer senn að ljúka en í septembermánuði héldum við upp á 10 ára afmælið með góðverkagjörningi á dvalarheimilinu Grund við Hringbraut. Nokkrir galvaskir úr setrinu mættu á morgunstund kl 10:30, síðastliðinn föstudag og buðu upp á eitt og annað skemmtilegt, þar má telja leiklistargjörning, stóla Zumba og hlátursjóga. Hér með fylgja nokkrar myndir af uppátækinu.
Við þökkum öllum sem komu og knúsuðu með okkur og auðvitað öllum sem stöldruðu við til að knúsa okkur á Menningarnótt 2015. Aldrei áður hafa jafn margir tekið þátt í að knúsa með okkar en meira en 20 manns tóku þátt að þessu sinni.
Hér með fylgja nokkrar myndir og einnig linkur á skemmtilegt viðtal við Helgu iðjuþjálfa í Hlutverkasetri um Knús í boði, árlegan viðburð okkar í Hlutverkasetri, á Menningarnótt
http://ruv.is/sarpurinn/ras-2/svart-og-sykurlaust/20150822
[slideshow_deploy id=’7880′]
Mikið fjör var hér í síðustu viku og hérna koma nokkrar myndir frá því.
Við vorum með fjölskyldudag á ströndinni þar sem við grilluðum, fengum okkur ís í boði Emmessís, syntum í sjónum og vorum með Zumba.
Síðan vorum við með multi kulti dag þar sem við buðum uppá smá smakk af íslenskum þorramat og báðum útlendingana okkar að merkja sig inn á heimskortið okkar.