Litlu jólin 2014

Fimmtudaginn 18.desember 2014 héldum við hátíð hér í Hlutverkasetri. Við byrjuðum á sameiginlegri máltíð, fórum í leiki og flutt var jólaleikritið Jólalama bjargar jólunum. Hér eru nokkrar myndir af fögnuðinum en fleiri myndir má sjá inn á facebook síðu Hluterkaseturs.

Litlu jól 083

Litlu jól 180

Litlu jól 114

Flakk Lísu Páls

Hér er linkur á skemmtilegt viðtal við nokkra í Hlutverkasetri í þættinum Flakk með Lísu Pálsdóttur á Rás 1. Okkar innlegg er eftir 13 mín og 20 sec.
Viðmælendur Lísu voru þær Elín Ebba Ásmundsdóttir, Benna Fjóludóttir og Edna Lupita.

http://ruv.is/sarpurinn/flakk/22112014

IKEA í heimsókn

Í dag fengum við í Hlutverkasetri góða heimsókn frá markaðsfulltrúum IKEA. Þeir komu færandi hendi og færðu Gísla Kristinssyni gjöf í tilefni af myndlistasýningu hans í Hlutverkasetri.

ikea-i-heimsokn-mec3b0-gjof-002

Við færum IKEA kærar þakkir fyrir þessa skemmtilegu heimsókn og góða gjöf.

Myndlistin blómstrar

Í dag miðvikudaginn 15.október var opnuð myndlistarsýning Gísla Kristinssonar myndlistamanns í Hlutverkasetri. Sýningin verður opin gestum og gangandi dagana 15. til 23. október. Á sýningunni eru teikningar unnar í tússlit, trélit og akrýl og er um sölusýningu að ræða. Allir velkomnir!

syning-gisli-018

syning-gisli-022

Fleiri myndir má sjá inn á Facebook síðu Hlutverkaseturs: https://www.facebook.com/hlutverkasetur1

Dansað í Nauthólsvík

Hlutverkasetur stóð fyrir ZUMBA dansi í Nauthólsvík í gær við góðar undirtektir. Við munum endurtaka leikinn hvern mánudag út júlí. Tilvalið að taka með sér sundfötin og skella sér í sjó eða pott á eftir.
juni-2014-109

Góða helgi!

Starfsmenn Hlutverkaseturs ferðast með stæl 🙂

mai-juni-2014-018

með smá aðstoð:

mai-juni-2014-017

Góða helgi!