Flakk Lísu Páls
Hér er linkur á skemmtilegt viðtal við nokkra í Hlutverkasetri í þættinum Flakk með Lísu Pálsdóttur á Rás 1. Okkar innlegg er eftir 13 mín og 20 sec.
Viðmælendur Lísu voru þær Elín Ebba Ásmundsdóttir, Benna Fjóludóttir og Edna Lupita.
http://ruv.is/sarpurinn/flakk/22112014
Myndlistin blómstrar
Í dag miðvikudaginn 15.október var opnuð myndlistarsýning Gísla Kristinssonar myndlistamanns í Hlutverkasetri. Sýningin verður opin gestum og gangandi dagana 15. til 23. október. Á sýningunni eru teikningar unnar í tússlit, trélit og akrýl og er um sölusýningu að ræða. Allir velkomnir!
Fleiri myndir má sjá inn á Facebook síðu Hlutverkaseturs: https://www.facebook.com/hlutverkasetur1