Afmælisstemning

Í dag héldum við í Hlutverkasetri upp á afmæli allra gesta Hlutverkaseturs sem eiga afmæli í febrúar. Til heiðurs afmælisbörnunum var boðið upp á gómsæta súkkulaðiköku með kaffinu.

Við óskum öllum febrúar afmælisbörnum innilega til hamingju með afmælið.

afmc3a6li-februar-001

Konukvöld

Þökkum öllum konum sem tóku þátt í konukvöldi Hlutverkaseturs fyrir skemmtilegt kvöld.

img_2065img_2081

Sjósundsgarparnir okkar

Hér er linkur á video og umfjöllun Grapevine um sjósund þar sem nokkrum sjósundsgörpum úr Hlutverkasetri bregður fyrir og einnig má þar sjá stutt viðtal við Elínu Ebbu framkvæmdastjóra Hlutverkaeturs

http://grapevine.is/Home/ReadArticle/Uncommon-Adventures–Episode-1-The-Sea-Swimmers-

Afmælis

Í dag héldum við í Hlutverkasetri upp á afmæli allra gesta Hlutverkaseturs sem eiga afmæli í janúar. Til heiðurs afmælisbörnunum var boðið upp á gómsæta eplaköku og „djúsí“ vöfflur.

Við óskum öllum janúar afmælisbörnum innilega til hamingju með afmælið.

januar-2013-011

Svipmyndir af litlu jólunum

Litlu jól Hlutverkaseturs voru haldin í gær fimmtudaginn 19. desember. Um 60 manns tóku þátt í gleðinni og tókum við okkur ýmislegt skemmtilegt fyrir hendur. Pakkaleikurinn stendur alltaf fyrir sínu og veldur sífellt kátínu viðstaddra. Jólaleikritið Jól á Kópaskeri var frumflutt og svo enduðum við daginn með suðrænum tónum og fengum kennslu í Salsadansi.

4984344301427451

11.12.13, kl 14:15, 16 manns

Þann 11.12.13 kl. 14:15 mættu 16 mannst til að horfa á þátt úr þáttaröðinni Doktor frá því í lok nóvember. Þar kom fram Stefán Sveinbjörnsson starfsmaður í Hlutverkasetri með góða og þarfa umræðu um þunglyndi.