Viðtal við Stefán á Stöð 2 – flott framtak!

Stefán Sveinbjörnsson starfsmaður í Hlutverkasetri kom nýlega fram í sjónvarpsþáttaröðinni Doktor á Stöð 2 þar sem hann lýsir þunglyndi á hátt sem lætur engan ósnortinn.

Smellið á linkinn hér að neðan til að sjá viðtalið:

http://visir.is/lysir-thunglyndi-a-hatt-sem-laetur-engan-osnortinn/article/2013131129067

Geðveik jól til styrktar Hlutverkasetri

Það var líf og fjör í Hlutverkasetri í dag. Tökulið Sagafilm mætti á staðinn til að taka upp fyrir Geðveik jól, tvo þætti sem sýndir verða í Ríkissjónvarpinu 12. og 19. desember.

Geðræktar-verkefnið GEÐVEIK JÓL, styrkir í ár þrjú félagasamtök sem hafa unnið ötullega að því að styðja við bakið á fólki sem glíma við geðraskanir og einangrun vegna vinnumissis. Í þetta sinn urðu Hlutverkasetur, Hugarafl og Vin athvarf fyrir valinu.

Geðveik jól, hafa fest sig í sessi sem árlegur desember viðburður og ómissandi skemmtun hjá stafsfólki íslenskra fyrirtækja. Fyrirtæki keppa sin á milli um titilinn „geðveikasta jólalagið“ og næra geðheilsuna á sínum vinnustað á sama tíma. Fjölmargir listamenn koma við sögu í þáttunum sem framleiddir eru af Saga Film.

Geðveik jól, láta gott af sér leiða með því að almenningur getur heitið á sitt uppáhalds jólalag inná gedveikjol.is og haft þannig áhrif á hvaða jólalag vinnur titilinn „geðveikasta jólalagið“ atkvæðið kostar 1000 kr. og fer ágóði söfnunarinnar í góð málefni.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af tökuliði Saga film

img_1933

Myndlistarsýning í 002 Gallery

Hlutverkasetur stóð fyrir myndlistarsýningu í 002 Gallerí í Hafnarfirði helgina 1.- 3. mars. 002 Gallerí dregur nafn sitt af númeri íbúðarinnar, 002, að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði, sem er hvorttveggja í senn íbúð og sýningarrými Birgis Sigurðssonar, myndlistarmanns og rafvirkja. Kveikjan að þessu samstarfi var fyrirlestur Birgis í Hlutverkasetrinu fyrr í vetur um að „finna sköpunarkraftinum farveg“. Við viljum færa Birgi kærar þakkir fyrir sýna aðkomu að sýningunni.

Þátttakendur á sýningunni notuðu mismunandi miðla, en eiga það sameiginlegt að hafa sótt myndlistanámskeið í Hlutverkasetri. Björg Anna Björgvinsdóttir, sýndi bók og pappír, Gísli Kristinsson var með tússteikningar, Rúnar Þór Þórðarson með olíumálverk á tréplötum og þær Unnur Þóra Skúladóttir, Alice Martins, Hildur Pálmadóttir og Þorbjörg Sigurðardóttir sýndu olíumálverk á striga. Öll verkin voru unnin á síðasta ári á myndlistarnámskeiðum í Hlutverkasetrinu undir leiðsögn Önnu Henriksdóttur, Svöfu Bjargar Einarsdóttur og Hildar Margrétardóttur. Til hamingju öll með glæsilega sýningu.

Myndir af sýningunni má finna inn á myndasíðu Hlutverkaseturs: http://www.flickr.com/photos/hlutverkasetur/

Hlutverkasetur í Samfélagið í nærmynd

Hér er skemmtileg umfjöllun um Hlutverkasetur í Samfélginu í nærmynd frá því á föstudaginn: http://www.ruv.is/sarpurinn/samfelagid-i-naermynd/09112012-0

Takk fyrir frábæran dag!

starfsdagur-opic3b0-hus-og-fleira-030

starfsdagur-opic3b0-hus-og-fleira-035

Við viljum þakka fyrir skemmtilegt opið hús í dag. Við héldum upp á geðræktarvikuna að þessu sinni með því að opna myndlistarsýningu eftir listamenn Hlutverkaseturs. Vinir og vandamenn gáfu sér tíma og nutu listaverkanna með okkur. Bornar voru fram kræsingar, trúbadorinn Helgi Valur tók nokkur vel valin lög bæði þar sem hann söng einn og við öll tókum undir með honum. Muhamed okkar söng spontant á portúgölsku frá hjartanu um veru sína hér á Íslandi við mikla lukku (enda skildi enginn textann). Gjörningur var framinn fyrir utan Hlutverkasetur þar sem ókláraðir leirmunir leystust upp í frumeindir sínar með miklum tilþrifum. Sjá myndbrot í næstu viku.

Bendum á umfjöllun um Hlutverkasetur í Fréttatímanum í dag. Hér er linkur á blaðið, greinin er á blaðsíðu 26-30
http://frettatiminn.is/images/uploads/tolublod/05_oktober_2012_LR_.pdf

Við bendum á að myndlistarsýningin stendur til 10.október. Allir velkomnir að líta við í kaffi og list.

Faðmlögin í ár

Við þökkum öllum sem tóku þátt í faðmlögunum á Menningarnótt 18.ágúst. Þetta er í fjórða skiptið sem þetta uppátæki er endurtekið og viðtökurnar alltaf góðar.

_mg_9758-2