Andri Árnason

Andri Árnason

Meðstjórnandi

Andri Árnason hefur setið í stjórn Hlutverkaseturs frá upphafi. Hann starfar sem lögmaður í Reykjavík.

Andri lauk embættisprófi, cand. jur., frá Lagadeild Háskóla Íslands og postgraduate-prófi í samkeppnisrétti ESB frá Kings College í London. Hann varð héraðsdómslögmaður 1984 og fékk málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti árið 1993.

Andri hefur verið stundakennari til margra ára. Fyrst við Lagadeild Háskóla Íslands, en einnig við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann hefur einnig kennt m.a. réttarheimildir og lögskýringar við Háskólann í Reykjavík.

Andri hefur setið í ýmsum opinberum nefndum og ráðum og verið formaður Kærunefndar jafnréttismála, Mannanafnanefndar og Gerðardóms Viðskiptaráðs.