Jón Ari Arason
Jón Ari oft nefndur Jari er starfsmaður í Notandi spyr Notanda verkefninu okkar sem þessa dagana (2024) eru gerð á Geðsviði LSH. Hann kom að fyrstu úttektinni árið 2004 sem var einnig gerð á geðdeildum LSH. Hann var einn af stofnendum Hugarafls og vann með þeim fyrstu árin. Hann starfaði sem aðstoðarmaður iðjuþjálfa á Geðsviði Landspítala á árunum 2008 til 2012.
Talan 11 spilar stóran sess í lífi hans en 11.11.11 eignaðist hann tvíburastráka með eiginkonu sinni og var heimavinnandi í 11 ár. Jón veit hvernig það er að vera ungur, hlédrægur, kvíðin og þola illa margmenni. Þeim sem kynnast honum upplifa hann sem hlýjan umhyggjusaman og klárann gaur. Hann er liðstækur í FC sækó fótboltanum þegar hann er ekki snúinn á ökla. Hann les mikið og hefur gaman af öllu sem eykur skilnings hans á heiminum og mannfólkinu. Hann ferðast og nýtur þess að drekka í sig aðra menningu og umgjörð. Þeim sem hafa gaman af alls kyns spilum ættu að hnippa í hann því hann er alltaf liðstækur og tilbúin að styðja þá sem leita hans.