Sæunn Stefánsdóttir
Sæunn Stefánsdóttir er forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands. Hún kemur inn í stjórn Hlutverkaseturs 2008 og tekur við formennsku árið 2009.
Sæunn er með B.S.-próf frá Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Áður en Sæunn gekk til liðs við Háskóla Íslands árið 2007 hafði hún verið aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og síðar aðstoðarmaður félagsmálaráðherra 2003–2006. Þá var hún alþingismaður 2006–2007.
Hún var m.a. í verkefnisstjórn um þjónustu við geðfatlaða og í faghópi um bætta lýðheilsu þjóðarinnar árið 2005. Hún var ráðin sem sérfræðingur á skrifstofu rektors Háskóla Íslands 2003 og var verkefnisstjóri Aldarafmælis Háskóla Íslands árið 2011.