Myndlistarsýning í 002 Gallery
Hlutverkasetur stóð fyrir myndlistarsýningu í 002 Gallerí í Hafnarfirði helgina 1.- 3. mars. 002 Gallerí dregur nafn sitt af númeri íbúðarinnar, 002, að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði, sem er hvorttveggja í senn íbúð og sýningarrými Birgis Sigurðssonar, myndlistarmanns og rafvirkja. Kveikjan að þessu samstarfi var fyrirlestur Birgis í Hlutverkasetrinu fyrr í vetur um að „finna sköpunarkraftinum farveg“. Við viljum færa Birgi kærar þakkir fyrir sýna aðkomu að sýningunni.
Þátttakendur á sýningunni notuðu mismunandi miðla, en eiga það sameiginlegt að hafa sótt myndlistanámskeið í Hlutverkasetri. Björg Anna Björgvinsdóttir, sýndi bók og pappír, Gísli Kristinsson var með tússteikningar, Rúnar Þór Þórðarson með olíumálverk á tréplötum og þær Unnur Þóra Skúladóttir, Alice Martins, Hildur Pálmadóttir og Þorbjörg Sigurðardóttir sýndu olíumálverk á striga. Öll verkin voru unnin á síðasta ári á myndlistarnámskeiðum í Hlutverkasetrinu undir leiðsögn Önnu Henriksdóttur, Svöfu Bjargar Einarsdóttur og Hildar Margrétardóttur. Til hamingju öll með glæsilega sýningu.
Myndir af sýningunni má finna inn á myndasíðu Hlutverkaseturs: http://www.flickr.com/photos/hlutverkasetur/